Í vetur hef ég verið að gera mikið í ritun. Fyrst fékk ég bók sem var með alls konar verkefnum en í bókinni lærði ég hvernig á að rita og líka smá um að nota ýmyndunaraflið. Eftir öll stuttu ritunarverkin átti ég að skrifa frásögn.
Í allri ritun byrjaði ég á að skrifa á uppkastablað sem kennarinn fór yfir nokkrum sinnum og eftir það fór ég að skrifa í tölvu. Síðan prentaði ég ritunarverkin út. Stundum bjó ég til forsíðu í tölvu en stundum teiknaði ég hana en á baksíðu þurfti að koma fram upplýsingar um höfundinn sem er ég.
Þegar ég og allir krakkarnir í bekknum voru búin að skrifa í svolítið langan tíma héldum við útgáfupartý. Þá áttu allir að skrifa kynningu og lesa hana upp fyrir allan bekkinn. Við máttum líka koma með gos og nammi svo lásum við verk hinna. Við héldum tvö útgáfupartý í vetur.
Fyrst átti ég að gera frásögn af einhverju sem ég hafði upplifað en síðan mátti ég ráða um hvað ég skrifaði og ég gerði skáldsögu. Ritunarverkin mín vista ég sem PDF-skjal, vista það inn á box.net og set það síðan hingað.
Hér fyrir neðan getur þú séð ritunarverkin mín. Endilega lestu
Frásögnin mín.
Þessi frásögn er um stelpu sem fer í hrekkjavökupartý hjá vinkonu sinni. Hún og vinkona hennar verða samferða. Í hrekkjavökupartýinu eru margar stelpur sem gera margt skemmtilegt saman.
Skáldsagan mín
Skáldsagan sem ég skrifaði heitir "Skólafélagar í óvissuferð". Hún er um krakka sem eru í sama bekk. Það eru þrír stríðni strákar sem leggja einn bekkjarfélaga sinn í einelti. Bekkurinn fer í ferðalag út á land þar sem skemmtilegir og óvæntir hlutir gerast. Stríðni strákarnir lenda í smá vandræðum en allt er gott sem endar vel. Mér fannst skemmtilegt að skrifa þessa sögu og mér fannst hún heppnast frekar vel þó að ég hafi verið á síðustu stundu með hana.
Hér getur þú séð skáldsöguna mína.
Flokkur: Bloggar | 24.4.2013 | 21:03 (breytt 26.4.2013 kl. 20:39) | Facebook
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 452
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.