Suður-Evrópa

Síðustu vikurnar hef ég verið að gera verkefni um Suður-Evrópu. Ég átti að velja mér tvö lönd úr Suður-Evrópu og þrjú umfjöllunarefni um hvert land.  Ég valdi Ítalíu og Albaníu. Ég skrifaði um landshætti, frægar byggingar og frægt fólk fyrri tíma í Ítalíu verkefninu mínu og í Albaníu verkefninu mínu skrifaði ég um sögu landsins, trúarbrögð og menningu. Fyrst átti ég að afla mér upplýsinga í bókinni "Evrópa" og skrifa þær á uppkastablað. Þegar ég var búin að skrifa um Albaníu setti ég textann í forrit sem heitir "glogster.com" en það er einskonar skjal eða blað og það er hægt að setja inn myndir, myndbönd og texta inn á það. Það er líka hægt að skreyta það. Þegar ég var búin með glogster skjalið mitt um Albaníu bað ég kennarann minn um að lesa yfir og síðan vistaði ég það inn á box.com og setti  það hingað á bloggið. Þegar ég átti að byrja að skrifa um Ítalíu, fannst mér nokkuð tilgangslaust að skrifa fyrst á blað og síðan í tölvu sama texta. Þvílík tímasóun. Þannig að ég aflaði mér bara upplýsinga í bókinni og líka á netinu og skrifaði jafnt óðum í tölvuna í forrit sem heitir "Power Point". Síðan fann ég myndir og setti inn á "Power Point" glærurnar mína. Ég skreytti og hannaði glærurnar mínar eins og ég vildi og bað síðan kennarann minn um að lesa yfir. Ég vistaði glærurnar á box.com og setti það hingað á bloggið.

Síðan kynnti ég löndin tvö fyrir bekknum mínum. Kynningin átti að vera minnst þrjár mínútur og mest fimm mínútur. Ég mátti ekki sína verkefnin mín um löndin tvö og það leiddi til þess að ég gerði "Movie Maker" myndband sem var í gangi á meðan ég las upp kynninguna. Ég fann alls konar myndir og myndskeið sem ég setti í "Movie Maker" og klippti síðan til og fínpússaði.

Það sem ég lærði af þessu verkefni var t.d. að það eru 294 þrep í Skakka turninum í Pisa og hann vegur um 14.500 tonn, en skakki turninn í Pisa er á Ítalíu. 

Mér fannst þetta frekar skemmtilegt verkefni en ég hefði mátt vera aðeins fljótari að vinna það.

Hér getur þú séð verkefnin mín tvö um Albaníu og Ítalíu :D

 

Albanía Ítalía

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband