Náttúrufræði

Í náttúrufræði hef ég verið að gera verkefni um plöntur þar sem á átti að greina nokkrar plöntur. Fyrst fór ég út til að finna plöntu síðan fór ég inn í stofu til að greina hana. Ég fékk upplýsingarnar í bók sem heitir Íslensk flóra. Fyrst skrifaði ég um krossfífil. Þetta átti að koma fyrir á verkefnablaðinu: hvað plantan heitir á íslensku og latínu, af hvaða ætt plantan er, gerð rótar, lögun laufblaðanna, blómaskipan, litur blómsins, gerð krónu, hæð plöntunnar og hvar plantan vex á landinu. Þegar ég var búin að skrifa mátti ég velja hvort ég myndi teikna mynd af blóminu, pressa það eða hanna blómið á einhvern annan hátt. Ég teiknaði. Þegar ég kláraði fyrsta verkefnið mitt fór ég aftur út og fann aðra plöntu og heitir hún Hjartarfi. 

Mér fannst skemmtilegt að gera þetta verkefni þó að ég hafi verið svolítið lengi. 

 Krossfífill

mynd-krossfifill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjartarfi

mynd-hjartarfi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband